Frjálst framlag – mánaðarlega

Frá: 1.500 kr. / mánuð fyrir 8 mánuði

Villt þú fá að stjórna hvert þínir skattar fara og vera styrktaraðili KKD. UMFG í leiðinni?
Við viljum vekja athygli á að Körfuknattleiksdeild U.M.F.G er skráð á almannaheillaskrá og því er hægt að nýta beina styrki til niðurgreiðslu á skatti hjá einstaklingum. Því stendur einstaklingum til boða að styrkja körfuna og á sama tíma lækka skatta hjá sér í leiðinni. Hægt er t.d. að skrá sig í beingreiðslur til deildarinnar og láta hluta af sínum skatti renna til KKD. U.M.F.G
Kerfið virkar þannig að upplýsingum um framlög eru safnað saman frá öllum félögum á almannaheillaskrá skattsins fyrir hvern og einn og hægt er að nýta sér þá styrki sem frádrátt á skattframtali, kemur frádrátturinn sjálfkrafa inn.
Svo hægt sé að nýta sér frádráttinn þarf greiðslan á ári að vera að lágmarki 10 þúsund kr.
Hámarks frádráttur er 350 þúsund á einstakling.
Sem fyrr segir kemur þetta til lækkunar á útsvars- og tekjuskattsstofni.
Dæmi: Gefi einstaklingur 1 þús. til eins félags 8 þús. til annars og 70 þús. til þriðja þá er frádráttur á framtalinu 79 þús.
Fyrirfram þakkir.
Stjórn KKD. Umfg
Áfram Grindavík 💛💙
Hreinsa